Færsluflokkur: Bloggar

Lífið i skelinni

Já hér er maður, einu sinni enn. Það eru nú reyndar ástæður fyrir þessu bloggleysi mínu. Þær eru ofureinfaldar en jafn gildar engu að síður. Þannig er mál með vexti að ég bjó í sveitinni í sumar og þar ferðast netið með hraða snigilsins. Ekki gat maður bloggað þar. Svo flutti maður nú aftur á eyrina fögru í Eyjafirði. Þar býr maður í Brekkugötu 3 ásamt fögru föruneyti. Fyrstan ber að nefna Þiðrik Örn, ofurtrymbil og kyntröll, Hermann Guðmundsson, gífurlega fallegan kokk sem öllum ætti að langa í og síðastan en alls ekki sístan ber að nefna Vöðvar Jónsson, risasmáa tröllið úr mývatnssveit sem vinnur hörðum höndum í sjallanum. Fyrir ofan okkur búa svo 4 yndismeyjar þær Tinna, Dagný, Ragnhildur og Valgerður. Sennilega ætti ég að taka fram að það er ekki svefnfriður í brekkugötu fyrir dólgslátum(sem ég sennilega er manna virkastur í ;). Heyrðu, svo var maður á Rhodos í útskriftarferðalagi sem var eiginlega í alla staði glæsilegt. Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í góðra vina hópi og þakka bara kærlega fyrir mig. Ég sé fram á helvíti góðan vetur. Haldiði áfram að vera falleg

 

Sigurður 


Mötley Crue

 

Já þessu var ég búinn að lofa. Ekki eins og það sé eitthvað erfitt að skrifa um þessa svakalegu hljómsveit.  Oft er talað um Ozzy Osbourne, Rolling Stones, Lou Reed, Marilyn Manson í sambandi við eiturlyf í rokkinu en enginn af þessum mætu köppum kemst nálægt hinum einu sönnu Mötley Crue Þessi hljómsveit er án efa rosalegasta dóphljómsveit allra tíma. Sögurnar af þessum mönnum eru nánast óteljandi eins og ég hef komist að eftir að ég fjárfesti í bókinni The Dirt sem fjallar um Mötley Crue og er ekkert dregið undan í lýsingum þar.                  0060989157

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna koma nokkrir punktar um Mötley Crue ykkur til fróðleiks og fræðsluWink

  • Mötley Crue var stofnuð árið 1980 af þeim Nikki Sixx, Mick Mars, Tommy Lee og Vince Neil. Þeir hafa selt samtals 42 milljónir platna
  • Fyrst þegar Nikki Sixx sá Mick Mars hrópaði hann:"Shit, þú ert alveg eins og Cousin It!"
  • Upprunalega var Mötley Crue stafað: Mottley Kru
  • Hljómsveitin er bönnuð í borginni Edmonton í Canada fyrir að vera með ýmis skemmdarverk þar árið 1982
  • Árið 1984 fékk Vince Neil 30 daga fangelsisdóm fyrir að hafa ekið fullur. Hann keyrði á mann að nafni Nicholas Dingley sem var trommari í hljómsveitinni Hanoi Rocks
  • Árið 1987 óverdósaði Nikki Sixx af heróíni og var úrskurðaður látinn í heilar 6 mínútur. Með tveimur adrenalínsprautum tókst að lífga hann við og þetta varð innblásturinn að einu þerra þekktasta lagi "Kickstart My Heart"
  • Meðlimir Mötley hafa löngum verið þekktir fyrir kvensemi sína. Tommy Lee var giftur bæði Heather Locklear og Pamelu Anderson seinna meir.Vince Neil var gifur Playboy kanínuni Heidi Mark
  • Árið 1995 lést dóttir Vince Neil, Skylar úr krabbameini.
  • Sama ár var Tommy Lee dæmdur í fangelsi fyrir að berja konu sína Pamelu
  • Á tónlistarhátið í Moskvu árið 1990 fór Nikki Sixx í keppni við Ozzy Osbourne um hvort gæti tekið fleiri maura í nefið. Báðir segjast hafa unnið
  • Þessi verður að koma á ensku: James Hetfield of Metallica once said about Mötley Crüe, "One time we saw some hookers, but when we got closer, we realised it was Mötley Crüe." This was in response to Nikki Sixx making a quote a couple of years earlier, in which he claimed listening to Metallica was like "paying hookers for sex, but instead they talk about their careers the whole time."
  • Einhverju sinni var Nikki Sixx að hafa mök við vændiskonu og fannst það svakalega góð hugmynd að hringja í móður konunnar og setja símann við sköp hennar.
  • Nikki Sixx keypti stal fyrsta hljóðfærinu sínu, gítar þegar hann var 15 ára. Hann hélt að það væri bassi.
motley-crue-014






















Ef þið kunnið einhverjar fleiri sögur af Mötley endilega látið í ykkur heyra eða ef þið teljið einhverja hljómsveit vera sóðalegriWink

Eurovision

Já það er eitthvað með eurovision og íslendinga. Á hverju einasta ári höldum við að við vinnum. Alltaf les maður í fréttum, "Íslenska lagið í toppsæti allra veðbanka" og svo framvegis. Svo yfirleitt vinnum við aldrei neitt(hvað þá komumst ofarlega!) og nú á seinni árum þegar forkeppnin kom inní þetta þá hefur gengið ennþá verr. Selma fór út með lag sem átti vinna, nú var það golden þetta var árið sem við myndum vinna eurovision. Það komst ekki einu sinni á lokakvöldið. Í fyrra átti að fara akkúrat öfugt að þessu. Silvía Nótt var send með eitthvað yfirgengilegt flipp sem gekk alltof langt og hún komst ekki áfram. Persónulega tek ég ekki eurovision neitt sérstaklega nálægt mér. Ég fylgist ekki með íslensku undankeppnini og ég var reyndar bara að heyra lagið hans eika núna um daginn í útvarpinu, ágætis lag svosem. Ég hef samt lúmsk gaman að því að horfa á eurovision. Ekki það að ég hlusti neitt sérstaklega á þessa tónlist. Þetta er bara eitthvað sem fylgir þessum tíma árs, það er að horfa á eurovision, hvernig sem íslenska laginu gengur, það skiptir engu máli, bara stemning að horfa á. Ég las um daginn lista um öll 20 framlög íslands í eurovision og hvað var verst og hvað var best. Ég var sammála honum að mörgu leyti. Bestu 3 finnst mér hinsvegar:

3. Minn hinsti dans - Páll Óskar.  Maður hélt nú á sínum tíma að Palli mynda vinna þetta, akkúrat lag sem evrópa myndi fíla. Það gerðist ekki en þetta er nú samt hörku fínt danslag og hefur elst ágætlega.

2. If I had your love - Selma Björnsdóttir. Aftur lag sem maður hélt að myndi ganga vel en það gerðist ekki. Samt með því betra sem við höfum sent.

1. Draumur um Nínu - Stebbi og Eyvi. Óumdeilanlegur sigurvegari. Hefur elst lang best og gerir ennþá allt vitlaust á böllum. Allir hafa öskrað sig hása yfir þessu lagi á fyllerí.

Þið ykkar sem haldið ég sé gjörsamlega orðinn samkynhneigður þá kemur hörku blogg um Mötley Crue næst

Eiki rauði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig getur þessi RAUÐHÆRÐI töffari ekki komist áfram?Wink

p.s. Hver eru ykkar uppáhalds í eurovision? 

 

 

 


mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband