Já það er eitthvað með eurovision og íslendinga. Á hverju einasta ári höldum við að við vinnum. Alltaf les maður í fréttum, "Íslenska lagið í toppsæti allra veðbanka" og svo framvegis. Svo yfirleitt vinnum við aldrei neitt(hvað þá komumst ofarlega!) og nú á seinni árum þegar forkeppnin kom inní þetta þá hefur gengið ennþá verr. Selma fór út með lag sem átti vinna, nú var það golden þetta var árið sem við myndum vinna eurovision. Það komst ekki einu sinni á lokakvöldið. Í fyrra átti að fara akkúrat öfugt að þessu. Silvía Nótt var send með eitthvað yfirgengilegt flipp sem gekk alltof langt og hún komst ekki áfram. Persónulega tek ég ekki eurovision neitt sérstaklega nálægt mér. Ég fylgist ekki með íslensku undankeppnini og ég var reyndar bara að heyra lagið hans eika núna um daginn í útvarpinu, ágætis lag svosem. Ég hef samt lúmsk gaman að því að horfa á eurovision. Ekki það að ég hlusti neitt sérstaklega á þessa tónlist. Þetta er bara eitthvað sem fylgir þessum tíma árs, það er að horfa á eurovision, hvernig sem íslenska laginu gengur, það skiptir engu máli, bara stemning að horfa á. Ég las um daginn lista um öll 20 framlög íslands í eurovision og hvað var verst og hvað var best. Ég var sammála honum að mörgu leyti. Bestu 3 finnst mér hinsvegar:
3. Minn hinsti dans - Páll Óskar. Maður hélt nú á sínum tíma að Palli mynda vinna þetta, akkúrat lag sem evrópa myndi fíla. Það gerðist ekki en þetta er nú samt hörku fínt danslag og hefur elst ágætlega.
2. If I had your love - Selma Björnsdóttir. Aftur lag sem maður hélt að myndi ganga vel en það gerðist ekki. Samt með því betra sem við höfum sent.
1. Draumur um Nínu - Stebbi og Eyvi. Óumdeilanlegur sigurvegari. Hefur elst lang best og gerir ennþá allt vitlaust á böllum. Allir hafa öskrað sig hása yfir þessu lagi á fyllerí.
Þið ykkar sem haldið ég sé gjörsamlega orðinn samkynhneigður þá kemur hörku blogg um Mötley Crue næst
Hvernig getur þessi RAUÐHÆRÐI töffari ekki komist áfram?
p.s. Hver eru ykkar uppáhalds í eurovision?
Slegist um Eirík í Helsinki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
(Iðjulaus bloggvafrari skrifar.)
Mín uppáhaldslög sem Ísland hefur sent eru Minn hinsti dans '97 og Sókrates '88. Einnig hrifinn af Nínu '91 og Nei eða já '92. Mér hefur verið frekar illa við lögin eftir 2003 þangað til í ár.
Eiríkur gæti vel komist áfram, og náð einhverjum árangri. Ég spái því að Norðurlöndin gefi honum nokkur stig, sem og kannski Þýskalang og eitthvað af mið-Evrópu. Eftir því sem mér hefur sýnst fíla Balkanlönd samt ekki svona.
Benedikt Víðisson, 9.5.2007 kl. 11:55
Nýtt blogg? Ætlaru að vera duglegri við þetta en hitt? Eins gott fyrir þig! hehe
Ég man svo lítið eftir þessum gömlu lögum í Eurovision. Palli var flottastur :P
Það kýs enginn rauðhærðan einstakling... deeem. Þekki þetta... Rauðhært fólk er víst stökkbreytt og fólk hefur fordóma gagnvart því! hehe
Dagný (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:52
já.. mín uppáhalds íslensku lög eru: nína '91, Nætur '94 og Heaven '04....
en annars gott blogg hjá þér gamli, reyndu að vera virkur við þetta blogg....
Böðvar (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.