Mötley Crue

 

Já þessu var ég búinn að lofa. Ekki eins og það sé eitthvað erfitt að skrifa um þessa svakalegu hljómsveit.  Oft er talað um Ozzy Osbourne, Rolling Stones, Lou Reed, Marilyn Manson í sambandi við eiturlyf í rokkinu en enginn af þessum mætu köppum kemst nálægt hinum einu sönnu Mötley Crue Þessi hljómsveit er án efa rosalegasta dóphljómsveit allra tíma. Sögurnar af þessum mönnum eru nánast óteljandi eins og ég hef komist að eftir að ég fjárfesti í bókinni The Dirt sem fjallar um Mötley Crue og er ekkert dregið undan í lýsingum þar.                  0060989157

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna koma nokkrir punktar um Mötley Crue ykkur til fróðleiks og fræðsluWink

  • Mötley Crue var stofnuð árið 1980 af þeim Nikki Sixx, Mick Mars, Tommy Lee og Vince Neil. Þeir hafa selt samtals 42 milljónir platna
  • Fyrst þegar Nikki Sixx sá Mick Mars hrópaði hann:"Shit, þú ert alveg eins og Cousin It!"
  • Upprunalega var Mötley Crue stafað: Mottley Kru
  • Hljómsveitin er bönnuð í borginni Edmonton í Canada fyrir að vera með ýmis skemmdarverk þar árið 1982
  • Árið 1984 fékk Vince Neil 30 daga fangelsisdóm fyrir að hafa ekið fullur. Hann keyrði á mann að nafni Nicholas Dingley sem var trommari í hljómsveitinni Hanoi Rocks
  • Árið 1987 óverdósaði Nikki Sixx af heróíni og var úrskurðaður látinn í heilar 6 mínútur. Með tveimur adrenalínsprautum tókst að lífga hann við og þetta varð innblásturinn að einu þerra þekktasta lagi "Kickstart My Heart"
  • Meðlimir Mötley hafa löngum verið þekktir fyrir kvensemi sína. Tommy Lee var giftur bæði Heather Locklear og Pamelu Anderson seinna meir.Vince Neil var gifur Playboy kanínuni Heidi Mark
  • Árið 1995 lést dóttir Vince Neil, Skylar úr krabbameini.
  • Sama ár var Tommy Lee dæmdur í fangelsi fyrir að berja konu sína Pamelu
  • Á tónlistarhátið í Moskvu árið 1990 fór Nikki Sixx í keppni við Ozzy Osbourne um hvort gæti tekið fleiri maura í nefið. Báðir segjast hafa unnið
  • Þessi verður að koma á ensku: James Hetfield of Metallica once said about Mötley Crüe, "One time we saw some hookers, but when we got closer, we realised it was Mötley Crüe." This was in response to Nikki Sixx making a quote a couple of years earlier, in which he claimed listening to Metallica was like "paying hookers for sex, but instead they talk about their careers the whole time."
  • Einhverju sinni var Nikki Sixx að hafa mök við vændiskonu og fannst það svakalega góð hugmynd að hringja í móður konunnar og setja símann við sköp hennar.
  • Nikki Sixx keypti stal fyrsta hljóðfærinu sínu, gítar þegar hann var 15 ára. Hann hélt að það væri bassi.
motley-crue-014






















Ef þið kunnið einhverjar fleiri sögur af Mötley endilega látið í ykkur heyra eða ef þið teljið einhverja hljómsveit vera sóðalegriWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ánægð með að sjá nýtt blogg :D

Djöfull eru þetta suddalegir gaurar, myndin af þeim segir meira en 1000 orð.

Dóra (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:45

2 identicon

Sæll Siggi minn...
Ég verð að viðurkenna að ég nennti nú ekki að lesa þetta allt saman.. En ég ákvað þó að kvitta fyrir mig :)

Fyllerí á morgun!!! Vúhúúúú...

Snædís (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:16

3 identicon

haha... eru þetta ekki gaurarnir með virkilega sóðalega umslagið? en annars mjög fræðandi og gott blogg hjá þér... ánægður með þig... takk fyrir gærkvöldið!!!   

Böðvar (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:09

4 identicon

ertað grínast...Gott blogg, ánægður með þig. Þeir voru samt alveg geðveikir í alla staði.

Á meðan Hákon er fjarstaddur vil ég benda á að Milan vann Liverpool...(hróp)!!! Nú getum við sko fagnað í orði Siggi;)

Baldur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband