Já hér er maður, einu sinni enn. Það eru nú reyndar ástæður fyrir þessu bloggleysi mínu. Þær eru ofureinfaldar en jafn gildar engu að síður. Þannig er mál með vexti að ég bjó í sveitinni í sumar og þar ferðast netið með hraða snigilsins. Ekki gat maður bloggað þar. Svo flutti maður nú aftur á eyrina fögru í Eyjafirði. Þar býr maður í Brekkugötu 3 ásamt fögru föruneyti. Fyrstan ber að nefna Þiðrik Örn, ofurtrymbil og kyntröll, Hermann Guðmundsson, gífurlega fallegan kokk sem öllum ætti að langa í og síðastan en alls ekki sístan ber að nefna Vöðvar Jónsson, risasmáa tröllið úr mývatnssveit sem vinnur hörðum höndum í sjallanum. Fyrir ofan okkur búa svo 4 yndismeyjar þær Tinna, Dagný, Ragnhildur og Valgerður. Sennilega ætti ég að taka fram að það er ekki svefnfriður í brekkugötu fyrir dólgslátum(sem ég sennilega er manna virkastur í ;). Heyrðu, svo var maður á Rhodos í útskriftarferðalagi sem var eiginlega í alla staði glæsilegt. Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í góðra vina hópi og þakka bara kærlega fyrir mig. Ég sé fram á helvíti góðan vetur. Haldiði áfram að vera falleg
Sigurður
Athugasemdir
blessaður fallegi maður!
ánægður með að fá að lesa bloggið þitt! var farinn að sakna þess! þú verður að vera virkur í vetur á þessari síðu svo maður hafi eitthvað að gera á daginn eeedöö
Elmar (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:03
sama og elmar sagði... :D
kv diddz
Diddi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:32
sæll fallegi maður.... djöfull er ég ánægður með að þú sért byrjaður að blogga og vona ég að þú verðir virkur að skirfa því þú ert það góður penni...:D
Böðvar (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:21
hah já dólgslæti og yngismeyjar. það er lífið!
raggahólm (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.